22. mars 2019
22. mars 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Börn og samskipti á internetinu – Áskoranir og tækifæri
Málþing um börn og samskipti á internetinu verður haldið í Skriðu, Háskóla Íslands að Stakkahlíð 2, föstudaginn 22. mars milli 14 og 16. Lykilfyrirlesari er Fred Langford, forseti INHOPE, alþjóðlegra regnhlífasamtaka ábendingalína og aðstoðarframkvæmdastjóri Internet Watch Foundation. Í erindi sínu mun Langford fjalla um alþjóðlegt samstarf til að útrýma kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Netinu og um helstu áskoranir sem foreldrar, fagaðilar og opinberir stefnumótunaraðilar standa frammi fyrir til að tryggja öryggi barna á Netinu.
Málþingið er haldið í samstarfi nefndar stjórnvalda um mótun stefnu í forvörnum og fræðslu með það að markmiði að útrýma kynferðislegu ofbeldi og áreitni, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Lögreglunnar á Suðurnesjum, ábendingalínu Barnaheilla og SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, sem er samstarfsverkefni Heimilis og skóla, Rauða krossins, Ríkislögreglustjóra og Barnaheilla.
Erindi Freds Langford verður á ensku en málþingið fer að öðru leyti fram á íslensku.
Dagskrá14:00 Setning14:05 Internetið og mótun stefnu í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi. Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum og formaður nefndar um mótun stefnu í forvörnum og fræðslu með það að markmiði að útrýma kynferðislegu ofbeldi og áreitni14:15 „Online safety and future technology”Fred Langford, forseti INHOPE, alþjóðlegra regnhlífasamtaka ábendingalína og aðstoðarframkvæmdastjóri Internet Watch Foundation15:00 Pallborðsumræður: „Meðvitund um öryggi barna á internetinu“Þátttakendur:Sólveig Jakobsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla ÍslandsSteinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra Sjúkást hjá StígamótumEiríkur Guðni Ásgeirsson, rannsóknarlögreglumaður, Lögreglan á SuðurnesjumAlda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á SuðurnesjumHrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skólaAndrea Marel, deildarstjóri unglingastarfs, Tjörnin frístundamiðstöðÞóra Jónsdóttir, verkefnastjóri ábendingalínu BarnaheillaÞorbjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur í BarnahúsiEmbla Rún Pétursdóttir og Birna Guðlaugsdóttir, Ungmennaráði SAFTAnna Kristín Newton, sálfræðingur15:40 Kynning á nýrri tilkynningasíðu Barnaheilla og SAFTÞóra Jónsdóttir og Aldís Yngavdóttir15:50 Trigger warningSólborg Guðbrandsdóttir, athafnakona16:00 Málþingi slitið
Málþingsstjóri: Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar