2. október 2015
2. október 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Borgari stöðvaði ölvaðan ökumann
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni tvo ökumenn sem grunaðir voru um að vera ölvaðir undir stýri. Í öðru tilvikinu var ökumaðurinn stöðvaður af borgara í Grindavík og handtók lögregla manninn skömmu síðar. Báðir ökumennirnir voru færðir á lögreglustöð og sleppt að lokinni skýrslutöku.