15. ágúst 2006
15. ágúst 2006
Þessi frétt er meira en árs gömul
Borgarar stöðvuðu för ökumanns
Borgarar stöðvuðu för ökumanns við skóla í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík í gær. Ökumaðurinn keyrði um bifreiðastæði þar sem börn voru að leik og þótti viðstöddum akstur mannsins vera mjög glannalegur. Gerðar voru athugasemdir við aksturslagið og voru bíllyklarnir jafnframt teknir af manninum. Lögreglan kom síðan á staðinn og leysti úr málinu.
Sem fyrr þurfti lögreglan að hafa afskipti af ökumönnum fyrir hraðakstur en fimmtán voru teknir fyrir þær sakir í gær. Þá voru fjórir teknir fyrir ölvunarakstur.