Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. febrúar 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Borgarafundur á Drangsnesi

Frá borgarafundinum á Drangsnesi

Þann 19. febrúar kl. 20:00 var haldinn borgarafundur í félagsheimilinu Drangsnesi þar sem íbúar bæjarins og nágrannasveita gátu komið og kynnt sér málefni lögreglunnar á Vestfjörðum. Eftir kynningarerindi fulltrúa lögreglunnar fóru fram umræður um löggæslumálefni svæðisins og komu þar fram ýmis sjónarmið sem yfirmenn lögreglunnar munu nýta til áframhaldandi skipulags löggæslumála á staðnum. Í kvöld mun samskonar fundur verða haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík og eru íbúar þar hvattir til að mæta.