Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

6. febrúar 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Borgarafundir um málefni löggæslunnar á Vestfjörðum.

Þann 1. janúar 2007 sameinuðust fjögur lögregluembætti á Vestfjörðum í eitt undir merkjum Lögreglunnar á Vestfjörðum. Ákveðið hefur verið að halda röð borgarafunda í umdæminu til að kynna fyrir íbúum þess uppbyggingu og áherslur hins nýja embættis .

Á fundunum verður embætti Lögreglunnar á Vestfjörðum kynnt en megináhersla fundanna snýst um að kalla eftir hugmyndum íbúanna um hvaða áherslur þeir vilja sjá í löggæslunni.

Þessum spurningum og mörgum öðrum viljum við leitast við að svara á þessum almennu borgararfundum sem haldnir verða í eftirtöldum 12 þéttbýliskjörnum umdæmisins.

Dagur Staður Staðsetning Kl.

12. febrúar Reykhólar Grunnskólinn 20:00

13. febrúar Patreksfjörður Félagsheimillið 20:00

14. febrúar Tálknafjörður Veitingahúsið Hópið 20:00

15. febrúar Bíldudalur FélagsheimiliðBaldurshagi 20:00

19. febrúar Drangsnes Félagsheimilið 20:00

20. febrúar Hólmavík Félagsheimilið 20:00

21. febrúar Súðavík Grunnskólinn 20:00

26. febrúar Þingeyri Félagsheimilið 20:00

27. febrúar Flateyri Félagsheimilið 20:00

28. febrúar Suðureyri Félagsheimilið 20:00

1. mars Ísafjörður Stjórnsýsluhúsið 4.hæð 20:00

5.mars Bolungarvík Félagsheimilið 20:00

Við hvetjum alla til að mæta og tjá skoðun sína á löggæslumálunum og leggja þannig lóð sitt á vogarskálarnar til stefnumótunar bættrar og skilvirkari löggæslu.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum