17. október 2025
17. október 2025
Blóðflokkar á Ísland.is
Notendur sjá nú blóðflokkinn sinn undir „Heilsu" á Mínum síðum og í Ísland.is appinu.
Mynd: Landspítali
Við erum sífellt að bæta aðgengi að gögnum um heilsuna okkar á Mínum síðum Ísland.is og í Ísland.is appinu. Nú geta notendur séð upplýsingar um blóðflokkinn sinn, sé hann skráður í kerfum Landspítalans eða Blóðbankans, undir hnappnum „Heilsa“.
Þessi viðbót við þjónustu Ísland.is er afrakstur samstarfs Stafræns Íslands, embættis landlæknis og Landspítalans sem miðar að aukinni birtingu heilsuupplýsinga á einum stað undir Heilsu á Ísland.is.