Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. september 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Blaðamannafundur lögreglu

Á blaðamannafundi lögreglunnar í gær var greint frá aðgerðum hennar á miðvikudag, en eins og fram hefur komið voru fjórir handteknir í tengslum við rannsókn á ætluðum undirbúningi að hryðjuverkum. Tveir þeirra hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en lagt var hald á mikinn fjölda skotvopna og skotfæra. Fulltrúar lögreglu á fundinum voru yfirlögregluþjónarnir Grímur Grímsson, Karl Steinar Valsson og Sveinn Ingiberg Magnússon.