Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. febrúar 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Birna Guðmundsdóttir skipuð lögreglufulltrúi við Lögregluskóla ríkisins

Ríkislögreglustjóri hefur skipað Birnu Guðmundsdóttur lögreglufulltrúa við Lögregluskóla ríkisins frá og með 1. mars næstkomandi. Birna lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins árið 2009. Þá hefur Birna lokið BA gráðu í sálfræði frá Converse College South Carolina í Bandaríkjunum og meistaragráðu í réttarsálfræði frá Háskólanum í York í Bretlandi.

Hún hefur starfað við almenna löggæslu og einnig í landamæradeild við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og við almenna löggæslu hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Undanfarið hefur hún unnið í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.