Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. janúar 2017

Þessi frétt er meira en árs gömul

Birna Brjánsdóttir fannst látin

Nú um miðjan dag tilkynnti áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem tók þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur, um líkfund í fjöru við Selvogsvita. Rannsóknarlögreglumenn frá rannsóknardeild og tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu telja að um sé að ræða Birnu, en kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur áfram að því að staðfesta auðkenni.

Að svo stöddu er ekki hægt að segja til um dánarorsök hennar, en bráðabirgðaniðurstaða mun liggja fyrir innan fárra daga. Rannsókn á láti Birnu verður áfram í fullum gangi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar öllum þeim sem hafa lagt óeigingjarnt starf að mörkum, á það ekki síst við um björgunarsveitir og almenning sem sendi inn mikið af ábendingum varðandi málið. Fjölskylda Birnu vill koma á framfæri þakklæti fyrir allan stuðninginn.

Við vottum fjölskyldu og vinum Birnu innilega samúð okkar allra.