Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

11. janúar 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Bílvelta vestan við Kúagerði

Bílvelta varð vestan við Kúagerði á Reykjanesbraut í morgun. Ökumaðurinn var einn á ferð og slapp hann án meiðsla. Hann hafði misst stjórn á bifreiðinni í hálku með þeim afleiðingum að bifreiðin rann út af veginum, lenti á steini og valt. Óskað var eftir dráttarbifreið til að fjarlægja bifreiðina sem var á toppnum þegar að var komið.