3. janúar 2012
3. janúar 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Bílvelta í Reykjavík
Bíll valt við gatnamót Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í nótt en við stýrið var ungur piltur sem ók á ljósastaur með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn skemmdist nokkuð og var fjarlægður af vettvangi með dráttarbíl. Til allrar hamingju virðast meiðsli ökumannsins hins vegar hafa verið minniháttar.