Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. nóvember 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Bílvelta í Keflavík

Umferðarslys varð í gærdag þegar bifreið valt í Keflavík. Það varð með þeim hætti að ökumaður sem var að aka bifreið sinni norður Hringbraut missti stjórn á henni þegar hún tók að renna í hálku að ljósastaur. Hann reyndi að koma í veg fyrir óhappið en bifreiðin fór þá út af veginum, valt og endaði á hjólunum. Ökumaðurinn komst af sjálfsdáðum ú túr bifreiðinni en var vankaður og skorinn á höndum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.