Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. mars 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Bílum stolið á höfuðborgarsvæðinu

Talsvert er um að bílum sé stolið á höfuðborgarsvæðinu og því vill lögreglan ítreka að þeir séu ekki skildir eftir ólæstir og í gangi. Sé það gert er verið að bjóða hættunni heim. Þegar ökutækið er yfirgefið skal taka bíllykilinn með og alls ekki skilja hann eftir í kveikjulásnum eins og mörg dæmi eru um. Tíðar tilkynningar um nytjastuld bera vott um að ökumenn þurfa að gera miklu betur í þessum efnum.