Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

3. september 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Bílþjófur handtekinn í Laugardal

Bílþjófur var handtekinn í Laugardal í gærkvöld en um var ræða karl á þrítugsaldri. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Bílnum var stolið í Kópavogi fyrr um daginn. Í honum voru ýmsir munir sem réttmætur eigandi bílsins kannaðist ekkert við þegar hann fékk ökutækið aftur í sínar hendur. Ætla má að þessir munir hafi verið illa fengnir.