Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. apríl 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Bílþjófur handtekinn

Karl á þrítugsaldri var handtekinn í miðborginni í gær. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, var í ökumannssæti bifreiðar þegar lögreglan kom á vettvang og hugðist fara á rúntinn. Lögreglan kom hins vegar í veg fyrir það enda maðurinn í annarlegu ástandi og svo reyndist bíllinn heldur ekki vera hans. Maðurinn var fluttur í fangageymslu lögreglunnar en við yfirheyrslu viðurkenndi hann að ætlunin hefði verið að stela bílnum.