Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. ágúst 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Bílþjófar handteknir

Tveir karlar voru handteknir í Súðarvogi í gærkvöld en þeir voru á stolnum bíl. Þjófarnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu en fyrr um daginn barst tilkynning þess efnis að aðilar á sama bíl hefðu í frammi ósæmilega hegðun. Yngri maðurinn er um tvítugt en sá eldri nálægt þrítugu. Sá fyrrnefndi ók bílnum en viðkomandi hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta var heldur ekki fyrsta umferðarlagabrot piltsins en fyrr í sumar bakkaði hann bíl á lögreglubíl og hlutust af því minniháttar skemmdir.