5. ágúst 2021
5. ágúst 2021
Þessi frétt er meira en árs gömul
Bílslys á Biskupshálsi
Upp úr klukkan 13:00 í dag varð bílslys á austanverðum Biskupshálsi á hringveginum á milli Mývatns og Egilsstaða.
Fimm erlendir ferðamenn voru í bifreið sem valt og slösuðust 3 þeirra. Þeir voru allir fluttir með sjúkrabifreiðum til læknisskoðunar á Akureyri en einn þeirra hlaut talsverða áverka en hinir minni. Tveir þeirra sem í bílum voru slösuðust ekki og voru fluttir í lögreglubifreið til Akureyrar. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir og eru til rannnsóknar.