10. maí 2021
10. maí 2021
Þessi frétt er meira en árs gömul
Bílastæði í Laugardal
Á morgun, þriðjudag, verður haldið áfram að bólusetja landsmenn af fullum krafti í Laugardalshöll. Að því tilefni minnum við á að það er nóg af bílastæðum á svæðinu. Vakin er sérstök athygli á bílastæðum við Skautahöllina og Laugardalsvöll, en þau hafa verið mjög vannýtt marga daga sem fólk hefur komið til bólusetningar. Þeir sem eru fullfrískir ættu endilega að nýta þessu fyrrnefndu bílastæði og eftirláta þeim, sem eiga kannski erfitt með gang, bílastæðin sem eru allra næst Laugardalshöll.
1700 bílastæði eru á svæðinu.