Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

26. febrúar 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Bíl stolið í Reykjavík

Nokkuð er um að bílum sé stolið á höfuðborgarsvæðinu og því vill lögreglan minna á að þeir séu ekki skildir eftir ólæstir og í gangi. Á þessu er misbrestur og það færa þjófar sér í nyt eins og mörg dæmi eru um. Síðast í gærkvöld kom mál af þessu tagi á borð lögreglu en þá var bíl stolið í austurborginni. Ökumaðurinn hafði skroppið inn í hús en skilið bílinn eftir á meðan ólæstan og með lykilinn í kveikjulásnum. Þegar maðurinn kom aftur að bílnum eftir að hafa lokið erindi sínu greip hann í tómt, bíllinn var á bak og burt.