Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. janúar 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Bifreið sat föst ofan á vegriði á Reykjanesbraut

Allmörg umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti milli akreina og hafnaði ofan á vegriði þar sem hún sat föst. Fjarlægja þurfti hana með dráttarbifreið. Annar ökumaður ók á ljósastaur í Keflavík. Þá var olíuflutningabifreið ekið á girðingu við öryggishlið við Keflavíkurflugvöll. Loks ók ökumaður á grindverk við hafnarbakka Keflavíkurhafnar. Þá urðu fáeinir minni háttar árekstrar.