Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

27. ágúst 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Bifreið féll á mann

Það óhapp átti sér stað í Grindavík að bifreið féll ofan á mann. Atvikið átti sér stað með þeim hætti að maðurinn hafði tjakkað bílinn upp til að laga bensíntank hans. Talið er að bíllinn hafi lent á bringu mannsins. Þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang var verið að flytja manninn í sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Meiðsli hans voru talin minni háttar.

Fékk yfir sig sjóðandi vatn

Karlmaður í Reykjanesbæ fékk yfir sig sjóðandi heitt vatn þegar hann var við vinnu sína í fyrirtæki í bænum. Hann brenndist á höfði og höndum og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lögreglunni á Suðurnesjum var tjáð á vettvangi að maðurinn hefði verið að skrúfa frá krana til að hleypa þrýstingi á vél, þegar sjóðandi heitt vatn fossaði upp úr breiðu röri og lenti á honum með fyrrgreindum afleiðingum.