11. júlí 2013
11. júlí 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Bessastaðasund lögreglumanna
Nokkrir lögreglumenn fóru í sjósund frá Bessastöðum til Reykjavíkur 9. júlí. Þetta voru lögreglumenn frá ríkislögreglustjóra, lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og lögreglunni á Suðurnesjum. Sérsveitarmenn á bát frá ríkislögreglustjóra fylgdu sundköppunum og sáu til þess að fyllsta öryggis væri gætt. Sundið gekk vel og það tók um 50 mínútur í köldum sjónum að fara þessa leið sem lá frá fjörunni við Bessastaði til Nauthólsvíkur þar sem heitur pottur beið sundkappanna