Fara beint í efnið

21. apríl 2024

Bein útsending á kynningu á breytingum á örorkulífeyriskerfinu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir viðamiklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu í beinni útsendingu mánudaginn 22. apríl kl. 11:00.

Kynning á breytingum í örorkulífeyriskerfinu

Fundinum verður streymt á vef Stjórnarráðsins. Markmið breytinganna er að einfalda örorkulífeyriskerfið, draga úr tekjutengingum og gera kerfið réttlátara.

Fyrirhugaðar breytingar fela í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi – sérstaklega fyrir þau sem einungis fá greiðslur frá almannatryggingum eða eru með litlar aðrar tekjur. Þá er stuðningur aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustuaðila komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa.

Lengi hefur verið brýnt að endurskoða örorkulífeyriskerfið og mælti ráðherra á dögunum fyrir frumvarpi á Alþingi vegna breytinganna.