11. júlí 2010
11. júlí 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Banaslys við Neskaupstað
Það sviplega slys varð snemma í morgun að ung kona féll fyrir björg í svokölluðum Urðum, sem eru í fólkvangi austan við Neskaupstað. Fall stúlkunar var um 18 til 20 metrar, hún var látinn þegar að var komið. Að svo stöddu er ekki hægt að gefa upp nafn hinnar látnu.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði fer með rannsókn málsins. Ekki er hægt að veita neinar nánari upplýsingar, en rannsókn stendur yfir.