Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. ágúst 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Banaslys við Hellisheiðarvirkjun

Lögregla og sjúkralið frá Selfossi og Reykjavík voru kölluð að Hellisheiðarvirkjun upp úr kl. 19:00 í kvöld vegna alvarlegs vinnuslyss. Lögreglumenn eru ennþá við vinnu á vettvangi en tveir erlendir starfsmenn verktakafyrirtækis létust í slysinu.

Ekki er hægt að greina frekar frá tildrögum slyssins að svo stöddu en rannsókn er í höndum lögreglunnar á Selfossi og vinnueftirlits. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að aðrir starfsmenn sem á svæðinu voru fái viðeigand áfallahjálp.