9. ágúst 2021
9. ágúst 2021
Þessi frétt er meira en árs gömul
Banaslys varð við Súlur í Stöðvarfirði í gær.
Banaslys varð við Súlur í sunnanverðum Stöðvarfirði um kl. 17:00 í gær þegar 18 ára frönsk kona sem var þar á göngu ásamt samferðafólki féll niður bratta hlíð. Aðstæður á vettvangi voru erfiðar og ljóst að björgunaraðilar unnu þrekvirki við störf sín . Lögreglan á Austurlandi vinnur að rannsókn slyssins.