Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. apríl 2025

Banaslys í Reykjavík

Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar (Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi) á þriðja tímanum eftir hádegi í gær.

Þar var bifreið á norðurleið ekið á manninn, sem var fótgangandi. Hann var fluttur á slysadeild og úrskurðaður látinn eftir komuna þangað.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.