Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. febrúar 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Banaslys í Ólafsvíkurhöfn

Maður á níræðisaldri lést er bíll hans fór í höfnina í Ólafsvík síðdegis í gær. Maðurinn, sem var einn í bílnum, kom akandi niður á bryggjuna og virðist síðan hafa misst stjórn á honum, með þeim afleiðingum að bíllinn fór yfir bryggjukantinn og hafnaði á hvolfi í höfninni. Lífgunartilraunir hófust strax er búið var að ná bílnum upp úr höfninni en þær báru ekki árangur. Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi.