Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

28. október 2018

Þessi frétt er meira en árs gömul

Banaslys í Hafnarfirði

Karlmaður lést í hörðum árekstri jepplings og fólksbíls á Reykjanesbraut, á móts við Vallahverfið í Hafnarfirði, snemma í morgun. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 5.44, en bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt. Hinn látni var farþegi í öðrum bílnum, en hann var fluttur á Landspítalann og úrskurðaður látinn við komuna þangað. Báðir ökumennirnir voru sömuleiðis fluttir á slysadeild, en talið er að þeir séu ekki alvarlega slasaðir.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið.