29. maí 2017
29. maí 2017
Þessi frétt er meira en árs gömul
Banaslys í Hafnarfirði
Karl á þrítugsaldri lést í kjölfar umferðarslyss, sem varð í Álfhellu í Hafnarfirði síðdegis sl. miðvikudag, 24. maí. Þar rákust saman bifhjól og pallbíll og var ökumaður bifhjólsins fluttur á sjúkrahús, en hann lést þar tveimur dögum síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.