21. febrúar 2017
21. febrúar 2017
Þessi frétt er meira en árs gömul
Banaslys í Hafnarfirði
Einn lést og tveir slösuðust í hörðum árekstri jeppa og fólksbíls á Reykjanesbraut, austan við Brunnhóla, í morgun. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 6.48, en bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt. Talið er að annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á rangan vegarhelming.Sá sem lést var farþegi í annarri bifreiðinni, en ekki er hægt að greina frá líðan ökumannanna að svo stöddu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið.