30. ágúst 2024
30. ágúst 2024
Þessi frétt er meira en árs gömul
Banaslys í Garðabæ
Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær.
Hinn látni var erlendur ríkisborgari, en ekki er unnt að skýra frá nafni hans að svo stöddu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Vinnueftirlitið rannsaka tildrög slyssins.