Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

11. maí 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Banaslys á þjóðveginum um Kambanes

Laust fyrir kl. 21:00 í gærkvöldi var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum um Kambanes á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Þarna hafði fólksbifreið verið ekið út af veginum, og farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, kastaðist út úr henni og lést á vettvangi skömmu einna. Hann var á fimmtugsaldri.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði fer með rannsókn málsins í samvinnu við rannsóknarnefnd umferðarslysa.

Engar frekari upplýsingar verða gefnar að svo stöddu