31. maí 2016
31. maí 2016
Þessi frétt er meira en árs gömul
Banaslys á Þingvallavegi
Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Þingvallavegi við Leirvogsá, skammt frá Laxnesi, síðdegis í gær, en tilkynning um slysið barst lögreglu kl. 17.08.Maðurinn féll af bifhjóli sem hann ók áleiðis til Þingvalla.Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala í Fossvogi þar sem hann var úrskurðaður látinn.Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglu.