Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. maí 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Banaslys á Suðurlandsvegi

Ökumaður bifreiðar sem ekið var austur Suðurlandsveg í Kömbum lést þegar bifreið hans fór út af veginum og niður fyrir Hamarinn ofan Hveragerðis. Maðurinn sem var á sjötugs aldri var einn í bílnum, virðist ekki hafa verið í öryggisbelti, og kastaðist út úr honum. Lífgunartilraunir á vettvangi báru ekki árangur. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Selfossi sem biður hugsanleg vitni að hafa samband í síma 480 1010