Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

28. desember 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Banaslys á Reykjanesbraut í Hafnarfirði

Banaslys varð á sjötta tímanum í gær þegar bifreið sem ekið var vestur Reykjanesbraut lenti á ljósastaur við Áslandshverfi í Hafnarfirði og valt. Ökumaður, kona á sextugsaldri, kastaðist út úr bifreiðinni við veltuna. Hún er talin hafa látist samstundis. Tildrög slyssins eru óljós en ekki er talið að um hraðakstur hafi verið að ræða. Grunur leikur á að ökumaður hafi ekki notað öryggisbelti við aksturinn.

Ökutækið er nú til rannsóknar þar sem öryggisbúnaður þess verður skoðaður og hraðaútreikningar gerðir. Þá er vettvangur slyssins til skoðunar.