29. júlí 2013
29. júlí 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Banaslys á Langjökli
Rúmlega sextugur karlmaður frá Taiwan, ferðamaður á Íslandi, lést þegar hann missti stjórn á vélsleða sem hann ók á Langjökli um hádegisbil í dag. Slysið var tilkynnt lögreglu kl. 12:23 og var maðurinn úrskurðaður látinn af lækni í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún lenti á vettvangi um klukkutíma síðar. Eiginkona mannsins var farþegi á sleðanum og slasaðist hún einnig en meiðsl hennar eru ekki talin alvarleg.
Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi og eru lögreglumenn þaðan ennþá á vettvangi. Sleðinn verður fluttur í bíltæknirannsóknarsetur Lögreglunnar á Selfossi til rannsóknar. Frekari upplýsingar verður ekki hægt að gefa í dag.