3. janúar 2018
3. janúar 2018
Þessi frétt er meira en árs gömul
Banaslys á Kjalarnesi
Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi í dag, en þar rákust saman fólksbíll og flutningabíll. Tilkynning um slysið barst kl. 9.35, en hinn látni var ökumaður fólksbílsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins, en ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.
Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið birna.g@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Vesturlandsvegi á Kjalarnesi var lokað í kjölfar slyssins vegna vinnu á vettvangi, en þar hefur nú verið opnað fyrir umferð á nýjan leik.