Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. nóvember 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Banaslys á Hvalfjarðarvegi

Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Hvalfjarðarvegi í gær. Hann var farþegi í bifreið, sem hafnaði utan vegar á móts við Félagsgarð í Kjós. Ökumaður bílsins slasaðist alvarlega og er á gjörgæsludeild Landspítalans. Tilkynning um slysið barst kl. 16.03, en hálka var á vettvangi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.