25. september 2009
25. september 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Banaslys á Hlíðarvegi í Jökulsárhlíð.
Banaslys varð um kl. 11:00 í morgun á Hlíðarvegi í Jökulsárhlíð skammt norðan við bæinn Sleðbrjót. Jeppabifreið á norður leið valt á veginum, tveir menn voru í bifreiðinni og lést annar þeirra en hinn var fluttur slasaður á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Rannsókn málsins er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar á Eskifirði í náinni samvinnu við lögregluna á Egilsstöðum.
Ekki verða gefnar nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.