Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

14. september 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Banaslys

Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á mótum Lækjargötu og Vonarstrætis í Reykjavík á öðrum tímanum eftir hádegi í gær. Þar varð árekstur sendibifreiðar og vinnuvélar/lyftara, en tilkynning um slysið barst lögreglu kl. 13.23. Ökumaður bifreiðarinnar var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.