25. nóvember 2021
25. nóvember 2021
Þessi frétt er meira en árs gömul
Banaslys
Kona lést í umferðarslysi á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík á níunda tímanum í morgun, en tilkynning um slysið barst kl. 8.32.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.