Fara beint í efnið

4. september 2024

Bætt þjónusta með sameiginlegu þjónustukerfi

Stafrænt Ísland hefur nýlega gengið frá samningum um sameiginlegt þjónustukerfi Ísland.is og helstu þjónustustofnana ríkisins. Gengið var til samninga að undangengnu útboði.

Samkeppnishæfni

Tilgangur sameiginlegs þjónustukerfis er að bæta þjónustu og tryggja stofnunum aðgengi að kerfi sem veitir góða yfirsýn yfir fyrirspurnir, meðalbiðtíma, tegund fyrirspurna og bætir samvinnu milli stofnana. Með þjónustukerfinu verða stofnanir betur í stakk búnar til að vinna saman og leyst þannig hraðar úr fyrirspurnum notanda. Hluti af innleiðingunni er ákveðin sjálfvirkni sem mun gera stofnunum kleift að svara algengum fyrirspurnum hraðar og skilvirkar með aðstoð gervigreindar.

Birna Íris Jónasdóttir framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.

Þjónustukerfið markar stórt skref í átt að bættri og skilvirkari opinberri þjónustu á Íslandi og er aðgengilegt öllum opinberum aðilum. Með þessu einföldum við líf fólks til muna með bættri þjónustu á Íslandi.

Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri umferðarsviðs Samgöngustofu.

Innleiðing á kerfinu hefur gefist vel og við finnum að það mun bæta gæði þjónustunnar, auka skilvirkni í samskiptum og tryggja hraða svörun fyrirspurna. Við sjáum líka að nýja þjónustukerfið mun gera okkur kleift að einfalda ferla, nýta sjálfvirkni og greiningartól til að mæta enn betur en áður þörfum viðskiptavina á áhrifaríkan hátt.

Mikilvægur þáttur nýja kerfisins er öflug tölfræðigreining sem gefur stofnunum tækifæri til að bæta þjónustu sína með nákvæmari upplýsingum um hvað veldur fyrirspurnum notanda. Þannig verður hægt að bæta upplýsingagjöf og ferli markvisst.

Samgöngustofa og þjónustuver Ísland.is hafa þegar innleitt kerfið og það gefið góða raun. Þá hafa sýslumenn, Fjársýslan og Sjúkratryggingar hafið innleiðingu en Stafrænt Ísland leiðir innleiðingarferlið.