28. desember 2020
28. desember 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Aurskriður á Seyðisfirði, – rýming
Fundi almannavarnanefndar, viðbragðsaðila og Veðurstofu lauk rétt í þessu. Þar kynnti Veðurstofa niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar. Var niðurstaðan sú að aflétta rýmingu að hluta. Henni hefur því verið aflétt í eftirtöldum húsum:
Austurvegi 32, 47, 49, 51 og 53
Brekkuvegi 3, 5 og 7
Baugsvegi 1 og 4
Bröttuhlið 1, 2, 3, 4 og 5
Múlavegi, í öllum hús ofan vegar, númer 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 53, 57 og 59
Hafnargata 2, 4 og 4A
Þá er áréttað að íbúar í húsum þar sem rýmingu hefur enn ekki verið aflétt, geta farið í hús sín og náð þar í nauðsynjar til að mynda og unnið að lagfæringum. Rétt er að gefa sig fram áður við viðbragðsaðila í Ferjuleiru sem veita frekari upplýsingar og aðstoð. Gæta skal að því að fara í slíkar heimsóknir í björtu og við það miðað að það sé gert milli klukkan 11 og 17.
Ítarlegri upplýsingar verða sendar fljótlega á vef almannavarnanefndar og fésbókarsíðu. Þær munu birtast þar á ensku og pólsku einnig.