Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. desember 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Aurskriður á Seyðisfirði – hættustig, – framh.

Í ljósi aðstæðna mun íbúum á rýmingarsvæði nú heimilað að huga að húsum sínum og eigum í samræmi við verklag sem notað var í gær og gafst vel. Rétt er að gefa sig áður fram við vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar Ísólfs og fá leiðbeiningar og fylgd inn á svæðið.

Veðurspá fyrir Seyðisfjörð er þess eðlis að ekki þykir óhætt að aflétta rýmingu að öðru leyti eða hættustigi. Næstu tilkynningar frá aðgerðastjórn er að vænta um klukkan þrjú í dag.