Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. desember 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Aurskriður á Seyðisfirði – hættustig – áframhaldandi rýming

Ástand er enn óbreytt á Seyðisfirði vegna úrkomu. Hættustig því enn í gildi. Áframhaldandi rýming í nótt. Staðan verður tekin að nýju um klukkan ellefu á morgun og tilkynning þá send íbúum. Í þeirri sömu tilkynningu mun koma fram hvort þeim sé óhætt að huga að eigum sínum á rýmingarsvæði.

Fjöldahjálparstöð verður opin til klukkan tíu í kvöld og opnar aftur átta í fyrramálið. Björgunarsveitarhús Ísólfs opnar á sama tíma og hægt að leita þar frekari upplýsinga.