Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. desember 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Aurskriður á Seyðisfirði – hættustig

Um hálf tíuleytið í gærkvöldi kom lítil aurspýja niður á milli tveggja rýmdra húsa í lækjarfarvegi við Botnahlíð á Seyðisfirði. Hún hélst í farveginum að götunni en náði inn á og yfir götuna. Ekkert tjón sjáanlegt.

Veðurspá gerir ráð fyrir aukinni úrkomu á Austurlandi með morgninum. Af þeim sökum telst ekki óhætt að fara inn á rýmingarsvæðið að sinni. Næstu tilkynningar er að vænta um klukkan hálf ellefu í birtingu. Frekari upplýsinga má og finna hjá vettvangsstjórn aðgerða í húsi björgunarsveitarinnar Ísólfs frá klukkan átta.