Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. júní 2005

Þessi frétt er meira en árs gömul

Aukið umferðareftirlit ríkislögreglustjóra

Embætti ríkislögreglustjóra muni í sumar vera með sérstakt umferðareftirlit að næturlagi á þjóðvegum landsins til eflingar umferðareftirliti staðarlögreglu. Notast er við fullkomin hraðamælingartæki og upptökubúnað þannig að brotið og afskipti af ökumönnum verða hljóð- og myndrituð.

Ríkislögreglustjóri er með þessu að reyna að stemma stigu við hraðakstri á þjóðvegum landsins og fækka með því umferðarslysum.