Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

6. mars 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Aukið umferðareftirlit á Hafnarfjarðarvegi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar aukið umferðareftirlit á Hafnarfjarðarvegi en þar hefur borið á hraðakstri. Sýnileg löggæsla verður aukin og ökumenn mega búast við því að sjá lögreglumenn við radarmælingar. Sérstakur myndavélabíll embættisins verður einnig notaður af þessu tilefni.

Við hraðamælingar á Hafnarfjarðarvegi fyrr í vikunni óku rúmlega 17% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 95 km/klst en þarna er 80 km hámarkshraði. Sérstaka athygli vakti hversu margir óku á 100 km hraða eða meira en sú staðreynd er ekki síst tilefni þessara aðgerða sem munu standa eins lengi og þörf krefur.