13. febrúar 2023
13. febrúar 2023
Auka fjárveiting til BUG teymis SAk
Aukin fjárveiting til BUG teymis Sjúkrahússins á Akureyri næstu þrjú árin.
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita BUG teymi Sjúkrahússins á Akureyri 15 m.kr. árlega næstu þrjú ár (2023-2025) með það að markmiði að mæta þörfum barna og ungmenna fyrir tímabæra þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur bent á að samfélagsleg áföll á borð við heimsfaraldur reyni almennt á geðheilsu einstaklinga og geðheilbrigði þjóðar, þá sérstaklega viðkvæma hópa samfélagsins s.s. ungmenni og fólk með geðraskanir.
Með þessari fjárveitingu er markmiðið að tryggja aðgengi barna og ungmenna að geðheilbrigðisþjónustu SAk með því að efla þjónustu BUG teymis og stytta biðlista og biðtíma eftir greiningarviðtölum og gagnreyndari meðferð.
SAk fagnar þessari ákvörðun ráðherra og verður farið í viðbótar ráðningar fagstétta í BUG teymi til að efla þjónustu þess.